Veiðiflugur Langholtsvegi 111 527-1060

Karfa: 0 vörur - 0 kr

 

 

Loop hefur í gegnum tíðina átt sérstakan sess í huga margra íslenskra veiðimanna.
Í yfir 30 ár hefur fyrirtækið hannað og þróað fluguveiðibúnað sem enn í dag nýtur sérstöðu á markaði.


Upphaf Loop má rekja til þeirra Christer Sjöberg og Tony Karpestam sem tóku höndum saman og stofnuðu fyrirtækið árið 1978.
Frá þeim tíma hefur Loop keppst við að vera fremstir á sínu sviði, að vera leiðandi merki í heimi fluguveiða.

 

Loop hefur alla tíð hannað og þróað sínar vörur innanhúss í Svíþjóð og stýrir þaðan öllum framleiðsluferlum í samvinnu við hóp hönnuða og tæknifræðinga.
Allar vörur eru hannaðar með þarfir veiðimanna í huga, til að hámarka afköst og notagildi. 

 


Loop
hefur á síðustu árum gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og er nú í hröðum vexti um allan heim.

Nýlega setti fyrirtækið fjórar nýjar stangir á markað, Cross SX, Opti NXT, Evotec Cast, og Loop Q, sem allar hafa fengið frábærar viðtökur.
Þá hefur Loop framleitt nýja fatarlínu sem nýtur mikilla vinsælda hérlendis sem erlendis.

 


Loop
hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt fremsta fluguveiðimerki heims og mun án nokkurs vafa halda áfram að standast væntingar kröfuharðra veiðimanna. 
 

 


8