Veiðigleraugu í fjölbreyttu úrvali

Veiðigleraugu eru mikilvægur þáttur stangaveiðinnar, þar sem þau gera veiðimanni kleift að sjá betur ofan í vatn og verja augun gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Í Veiðiflugum má finna mikið úrval vandaðra gleraugna á breiðu verðbili. Verslunin selur veiðigleraugu frá Costa, sem framleiðir einhver þau bestu á markaðnum, Leech, Loop, Guideline og Catch svo fáeinir séu nefndir. Neðar á þessari síðu finnur þú allt sem þú þarft að vita áður en þú kaupir þér veiðigleraugu.

Hvaða tilgangi þjóna veiðigleraugu?

Veiðigleraugu eru almennt mikilvægari þáttur stangaveiðinnar en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Þau þjóna veigamiklu öryggishlutverki í tvennum skilningi, þ.e. þau vernda augu veiðimannsins gegn útfjólubláum geislum sólarinnar en einnig gegn utanaðkomandi hlutum. Sólarljós er sem eitur í augu manna, sérstaklega þegar endurkast er mikið. Ekkert í okkar náttúrulega umhverfi endurkastar geislum sólarinnar betur en vatn og liggur því í augum uppi að veiðimenn verða fyrir miklum áhrifum. Þó þau áhrif kunni að vera jákvæð fyrir húðina og sálina, á það ekki við um augun sem hljóta skaða af séu þau óvarin.

Annar öryggisþáttur veiðigleraugna snýr að vernd augnanna gegn höggum. Sá þáttur er sérlega mikilvægur þegar kemur að fluguveiði, enda sveiflast agnið, flugan sem veitt er með, fram hjá veiðimanninum á ógnar hraða. Sjálfsagt þekkja það flestir að hafa einhvertímann fengið fluguna í sig, en það getur hæglega gerst við minnstu kastmistök eða þegar vindhviða feykir línunni. Veiðigleraugun eiga að vernda augun þegar óhöpp verða, en ef fluga lendir á óvörðu auganu þarf vart að fjölyrða um útkomuna. Veiðimenn ættu því ávallt að vera með gleraugu við veiðar, þau sem þola högg og eru búin vandaðri linsu.

Veiðigleraugu eru útbúin svonefndum polaroid linsum, sem gera veiðimönnum kleift að sjá ofan í vatn. Þegar vatnsyfirborðið glampar af völdum sólarljóss er nær ógerningur að sjá undir vatnsyfirborðið. Þó að sólarljós geti vissulega auðveldað veiðimönnum að sjá til botns, getur sólin einnig haft þveröfug áhrif, sérstaklega þegar staðið er í vatni. Veiðigleraugu, sem öll ættu að vera búin polaroid linsum, draga úr því endurkasti sem augun nema. Til einföldunar má segja að veiðigleraugu fjarlægi glampann af yfirborði vatnsins og þannig ná augun að greina það sem liggur undir niðri. Og hver vill ekki sjá fiska sem án veiðigleraugna væru ósýnilegir?

Veiðigleraugu eru mikilvægt öryggistæki.

Hvernig á að velja veiðigleraugu?

 

Polaroid gleraugu

Mikilvægt er að velja veiðigleraugu með polaorid linsu (e. polarized lens), því án hennar gagnast gleraugun takamarkað við veiðar. Það eru gæði linsunnar sem ákvarða hve vel gleraugun fjarlægja glampa af vatnsyfirborðinu og þar með hve vel veiðimaður sér ofan í vatnið. Öll polaroid veiðigleraugu virka mun betur en þau sem enga polaroid linsu hafa, óháð lit linsunnar. Vertu því viss um að veiðigleraugun sem þú hyggst kaupa séu með góðri polaroid linsu.

Litur linsunnar

Næsta atriði sem huga þarf að er litur linsunnar. Eins og sjálfsagt flestir vita eru gleraugu fáanleg í mörgum litum, en færri vita eflaust hvernig skuli velja rétta litinn. Til einföldunar má segja að eftir því sem litur linsunnar er dekkri, þeim mun meira lokar linsan á sólarljós. En er þá best að hafa linsuna sem dekksta? Fyrir veiðimenn á Íslandi er stutta svarið NEI. Hér á landi er sólarljós við veiðar sjaldnast svo mikið að þörf sé á dökkri linsu.

Linsur sem eru gráar, bláar eða grænar eru fyrst og fremst hannaðar í aðstæður þar sem endurkast sólargeisla er mjög mikið. Slíkar linsur henta vel þegar heiðskýrt er, einna helst við veiðar í sjó á heitum svæðum, t.d. á Tarpon veiðum á Florida. Dekkri polaroid linsur hleypa að jafnaði aðeins 10% sólarljóss inn og eru því óhentugar við veiðar á Íslandi, þar sem gjarnan er skýjað eða hálfskýjað. Veiðigleraugu sem eru ljósari og hleypa meira sólarljósi í gegn eru því heppilegri til notkunar hér á landi. Það eru einkum tveir litir sem koma til greina, koparlitur og gulur. Koparlitaðar linsur hleypa um 12-15% sólarljóss í gegn og henta því vel þegar sól skín í heiði. Gular linsur hleypa hinsvegar allt að 25-30% sólarljóss í gegn og eru þar af leiðandi þær björtustu sem völ er á.

Hvaða litur hentar best?

Í fullkomnum heimi ættu allir veiðimenn ein veiðigleraugu til að nota þegar himinn er heiðskýr, önnur í léttskýjaðan himinn, en önnur í hálfskýjaðan og þau fjórðu til að nota í skýjuðu veðri. En auðvitað eru fæstir sem kjósa að taka með sér fern veiðigleraugu til að mæta öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. En hvað er þá til ráða?
Besta ráðið, ef kaupa á ein veiðigleraugu, er að ákvarða í hvers konar aðstæðum gleraugun munu mest verða notuð. Fyrir veiðimenn á Íslandi yrði gul linsa fyrir valinu enda er hún þeim eiginleikum gædd að hana má nota í flestum aðstæðum. Gul veiðigleraugu eru í raun þau einu sem unnt er að nota frá sólarupprás til sólarlags, án þess að þau hafi áhrif á sjónsvið okkar. Á haustin er gula linsan sú sem unnt er að nota lengst fram í myrkur, að glærri linsu undanskilinni.

Veiðigleraugu með bjartri linsu má nota frá morgni til kvölds.

Stærð veiðigleraugna

Ein stærstu mistök sem fólk gerir í sambandi við kaup á veiðigleraugum eru þau að máta gleraugun ekki áður en þau eru keypt. Þetta á sérstaklega við um dýrari gleraugu, sem jafnan eru framleidd í ólíkum stærðum til að falla sem best að andliti notandans. Gleraugu sem nota á við veiðar verða að sitja vel, vera þægileg og umfram allt hæfa veiðimanninum. Þó þú þurfir að máta 10-15 gleraugu er það vel þess virði, enda munu þau fylgja þér næstu árin. Þá er vert að hafa í huga að polaroid gleraugu gagnast ekki aðeins í veiðina, heldur má nota vönduð gleraugu til allra daglegra nota.

Plastlinsa eða glerlinsa?

Fáanlegar eru tvær gerðir poloroid linsa í veiðigleraugu, þ.e. glerlinsa (e. glass) og plastlinsa (e. polycarbonate). Almennt séð veitir glerlinsa skarpari sýn en plastlinsa og er um leiði rispufrírri. Hinsvegar er glerlinsa viðkvæmari en plastlinsa og þolir síður hnjask og högg. Þá eru glerlinsur mun þyngri en plastlinsur og því eiga veiðigleraugu með glerlinsum það til að sitja verr en þau sem framleidd eru með plastlinsum. Þá skal þess getið að tækninni í framleiðslu á plastlinsum hefur fleygt hratt fram á síðustu árum. Costa býður í dag upp á einstakar plastlinsur sem haf nær alla eiginleika glers, en eru töluvert léttari.

Hvað skýrir verðmun á veiðigleraugum?

Eins og á við um svo margt annað má segja að verð veiðigleraugna tryggi gæðin, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Verðmunur á gleraugum skýrist fyrst og fremst af tveimur þáttum, þ.e. gæðum umgjarðarinnar og gæðum linsunnar. Áður kom fram að gæði polaroid linsu ráðast af því hve vel henni tekst að fjarlægja glampa af yfirborði vatns. Dýrari gleraugu eru alla jafna með betri linsu en þau ódýrari og tekst því jafnan betur til. Veiðigleraugu frá Costa eru þar í algjörum sérflokki enda eru þau með 100% polaroid virkni og einstaklega skýrri 580 punkta linsu, sem er sú skarpasta á markaðnum. Til samanburðar eru hefðbundin veiðigleraugu með um 350-450 punkta linsur.

Veiðiflugur bjóða eitt mesta úrval landsins af veiðigleraugum.