Veiðiflugur Langholtsvegi 111 527-1060

Karfa: 0 vörur - 0 kr
65.900 kr

Staða: Til á lager

Stutt lýsing

Loop Q stangarpakkinn er inniheldur Loop Q einhendu, Loop Q fluguveiðihjól og Loop Q flotlínu ásamt undirlínu. 
Þessi pakki sameinar gæði og gott verð. Nánari upplýsingar eru neðar á síðunni. 

* Skilyrð svæði

65.900 kr

er nýjustu stangirnar frá Loop en markmiðið með hönnun þeirra var að gera góða stöng fyrir breiðan hóp veiðimanna á sem lægstu verði. Stangirnar eru hannaðar fyrir ólíka kaststíla og ,,fyrirgefa’’ mistök í kastsveiflunni nokkuð vel.

Loop Q  er afar notendavæn og hentar því byrjendum jafnt sem þaulreyndum veiðimönnum. Stangirnar koma með grárri mattri áferð, handfangið er úr fyrsta flokks korki og lykkjur úr títaníum. Hver stöng hefur sinn karakter enda hver línuþyngd með sína sveigju og hraða. Allar Loop Q stangir eru 9 fet og fást í línuþyngdum #4 - #8.
Stangir í línuþyngd #4 - #6 henta fyrir silungsveiði en #7 og #8 henta betur í laxveiði.

Hjólið er framleitt úr renndu- og steyptu áli, það er með mattri grárri áferð og skartar einkennismerki Loop, L-inu fyrir miðju. Á hinni hlið hjólsins má lesa út bókstafinn Q, enda ber hjólið nafnið Loop Q.

Bremsubúnaðurinn er úthugsaður, ákaflega þýður og er auk þess algjörlega lokaður. Spólan er V-laga til þess að gera notkun hjólsins liprari en ekki síður til að draga úr línuminni.

Loop Q stangarpakkanum fylgir Loop Q flotlína í samsvarandi línuþyngd ásamt undirlínu. 

Frábær fluguveiðipakki á góðu verði.


Áhugaverðar vörur
475 kr
Uppselt
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr
475 kr

8